Hátíðarkvöldverður í tilefni af 75 ára afmæli Barðstrendingafélagsins

Hátíðarkvöldverður í tilefni 75 ára afmælis Barðstrendingafélagsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 16. mars. ATH! Panta þarf fyrir fimmtudaginn 7. febrúar.
Allir velunnarar félagsins eru hjartanlega velkomnir, það er ekki skylda að vera félagi.
Við hlökkum til að eyða með ykkur ánægjulegri kvöldstund.

Sjá nánar á facebook síðu félagsins, eða smellið á myndina hér fyrir neðan.

Hátíðarkvöldverður

Posted in Forsíða, Fréttir

Heimasíðan komin af stað aftur

Þá er heimasíðan loksins komin aftur í gagnið.

Viðburðir eru áfram alltaf auglýstir á facebook síðu félagsins en hér á síðunni má sjá lista yfir alla viðburði fram á vorið, undir Viðburðir

Posted in Fréttir, Uncategorized

Heiðmerkurferð 20. júní kl. 20:30

Farin verður vinnuferð í reit félagsins í Heiðmörk þriðjudagskvöldið 20. júní kl. 20:30

Hér má sjá lýsingu á staðsetningu http://bardstrendingar.is/bardalundur/ en einnig má finna kort á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands og stendur Barðalundur við Hjallabraut.

Endilega takið með nesti, en venjan er að sameinast í kaffi við borðið eftir smá samvinnu í ýmist gróðursetningu, grisjun eða öðru. Einnig má bara mæta til að halda hinum félagsskap og vera skemmtileg :)

Nýtum Barðalund og njótum!

20150520_211925

Posted in Forsíða, Fréttir

Af hverju Sumarliði póstur?

Frá Aðalheiði Hallgrísmdóttur

Að undanförnu hef ég orðið vör við að sumir félagar í Barðstrendingafélaginu hafa ekki hugmynd um af hverju fréttabréfið okkar heitir Sumarliði póstur. Mig langar því til að rifja það aðeins upp.

Í fyrsta fréttablaði félagsins (sem líklega hefur komið út fyrri part árs 1988, en það er ekki dagsett) var beðið um tillögur að nafni á blaðið. Í næsta blaði (dagsett 5. september 1988) er sagt frá því að nokkrar tillögur hafi borist, en það var Sigmundur Jónsson frá Kambi sem sendi ritnefnd bréf sem í stóð meðal annars:

Þið spyrjið okkur hvað fréttabréfið eigi að heita. Ég legg til að það bréf verði látið heita Sumarliði póstur. …En fréttabréfið mætti hafa nafn sem heiðrar þá kynslóð sem fyrir 100 árum tók við þessu landi vegalausu og komst samt leiðar sinnar, varð að brautryðjendum, þó hægt gengi, í strjálbýli landshlutans okkar. Kjörinn maður til að vera okkur tákn fyrir slíka einstaklinga var Sumarliði póstur Guðmundsson.

Hann fór þessa löngu og erfiðu póstleið frá Króksfjarðarnesi í A-Barðarstrandarsýslu til Bíldudals í 46 ár. Hvar sem hann fór um sýsluna var hann sjálfur auk þess lifandi fréttablað. Allir þekktu Sumarliða póst og öllum vildi hann gott gera.

Hér er svo stutt frásögn Sumarliða sjálfs sem birtist í Söguþáttum landpóstanna en í þeirri bók má fræðast meira um hann.

Það getur sjálfsagt ekki heitið, að ég hafi lent í miklum mannraunum eða svaðilförum, þótt oft hafi blásið kalt, og ekki ætíð verið bjart umhverfis. Hef ég þó aldrei legið úti á ferðum mínum og sjaldan komist í bersýnilegan lífsháska, og hefi ég í því sem öðru á lífsleið minni oft getað þreifað á Guðs vernd og aðstoð.

Fjölmarga vetur framan af póstárum mínum hafði ég sjaldan eða aldrei hest. Gekk ég þá og bar póstinn, keypti mér stundum fylgd eða varð jafnvel að hafa mann með mér til byrjunar, þegar pósturinn var 60-90 pund og þar yfir, sem oft var í mesta skammdeginu.

Þegar fremur vel lét í vetrarferðum, allgóð yfirferð og veðurlag, stóðu ferðirnar yfir í 12-16 daga, en gátu líka oft orðið 18-20 dagar og þar yfir, þegar illa viðraði og vatnsföll töfðu. Lengst hefi ég verið í póstferð 24 daga, enda þá skammdegi og sífelldar vestan stórhríðar. Er það ávallt versta veðurátt á þessum slóðum. Myndi það þykja langt nú þeim, er heima bíða, að fá engar fréttir svo lengi. Sími kom ekki á þessari leið fyrr en 1927.

Einnig má lesa um Sumarliða í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi, VI. bindi, en þar er fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Karl Árnason á Kambi þar sem hann meðal annars segir frá Sumarliða Guðmundssyni fóstra sínum í Borg, póstferðum Sumarliða, ferðum þeirra saman og eftir að Karl tók við ferðunum sjálfur.

Vona að einhver sé einhvers vísari.
Aðalheiður Hallgrímsdóttir

Posted in Fréttir

Vantar myndir úr Breiðfirðingabúð milli 1940 – 1950

Við vorum að fá þennan tölvupóst, ef einhver á myndir og er til í að lána þær, þá endilega hafið samband við Sigríði Örnu.

góðan dag
ég er að leita að myndum af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð á áratugnum 1940 til 1950 til að nota í sjónvarpsþætti sem fjallar um þennan áratug og hvernig það var að vera ungur á þessum tíma. Það er Reykjavik films sem gerir þessi þætti alls sex talsins og verða þeir sýndir á RUV um eða eftir áramót undir nafninu Unga Ísland. Okkur vantar sem sagt; Svart hvítar myndir af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð eða að sitja til borðs og njóta góðra veitinga. Það væri vel þegið fyrir okkur að fá eins og 3 til 4 svona myndir. Og sem allra fyrst :) með fyrirfram þökk og kveðju.

Sigríður Arna. Reykjavik films s. 699-8121

Posted in Forsíða, Fréttir

Sumarferð Barðstrendingafélagsins laugardaginn 27. ágúst – Mikilvægt að skrá sig strax

Eins og vonandi flestir vita verður sumarferð Barðstrendingafélagsins farin næstkomandi laugardag 27. ágúst.

Að þessu sinni liggur leiðin um Dalina fyrir Strandir með viðkomu í Króksfjarðarnesi.
Eins og hefð er fyrir er reiknað með að fólk hafi með sér nesti. Væntanleg nestisstopp verða á Eiríksstöðum í Haukadal og við Klofning, eða eftir hentugleikum.

Lagt verður af stað frá BSÍ stundvíslega kl 8 og er áætluð heimkoma á milli kl 19 og 20
Verð 5.500 kr.

Vinsamlegast skráið ykkur í dag  hjá Ólínu s. 6911912 eða Jóhanni s. 8973346, því ferðin fellur niður ef ekki næst næg þátttaka.

 

Posted in Forsíða, Fréttir

Tvær stuttar tilkynningar… :)

Kæru félagar,

  1. Nú eru gíróseðlarnir fyrir félagsgjöldin 2016 komnir í heimabanka.
    Á síðasta aðalfundi, þann 11. apríl, var samþykkt hækkun fyrir einstakling úr 2000 kr. í 2500 kr og fyrir hjón úr 3000 kr. í 4000 kr., ofan á þetta bætist þjónustugjald (seðilgjald), til banka, upp á 250 kr.

    Sem fyrr er það valkvætt fyrir 70 ára og eldri hvort seðillinn er greiddur eður ei.

  2. Vegna mikils kostnaðar við að senda út Sumarliða póst hvetjum við sem flesta til að velja að fá hann á rafrænu formi frekar en með landpóstinum.
    Þeir sem vilja skipta um sendingarmáta þurfa aðeins að senda tölvupóst þess efnis á netfangið sumarlidipostur@gmail.com
Posted in Forsíða, Fréttir

Jólafrí

Jólavakan heppnaðist einstaklega vel og var góður lokapunktur fyrir jólafrí. Við vorum heppin með veður eins og formaðurinn nefndi þar, en við vorum á milli storma þennan góða sunnudag.

Næsti viðburður hjá okkur er 18. janúar, en þá verður opið hús með þorraþema. Þið getið svo séð komandi viðburði undir flipanum “Viðburðadagatal” hér fyrir ofan.

Við minnum á að við erum með jólatilboð á leigu á salnum okkar fram til 6. janúar, en fram að því er leigan aðeins 15.000 kr. fyrir veislu, svo það er um að gera að nýta sér það fyrir jólaboð.

Upplýsingar um salinn finnið þið í flipa hér fyrir ofan sem heitir “Konnakot”, bein slóð er http://bardstrendingar.is/konnakot/

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og munið að njóta sem allra best!

jola

Posted in Forsíða, Fréttir

Jólavakan sunnudaginn 6. desember

jolavaka_2Okkar árlega jólavaka verður haldin í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, 2. hæð (bjalla #204)
sunnudaginn 6. desember kl. 16

Margt verður til gamans gert til að vekja jólastemmninguna. Setið verður við kertaljós, hlýtt á lestur úr jólabókum, sungin jólalög um leið og við gæðum okkur á heitu súkkulaði og smákökum.

Sérstakur heiðursgestur verður frú Vigdís Finnbogadóttir.

jolavakaFjölmennum og njótum samverunnar á aðventunni.
Verið velkomin!

 

Posted in Forsíða, Fréttir

Myndasýning Maríu Óskarsdóttur í Konnakoti

María Óskarsdóttir á Patreksfirði hefur undanfarin 16 ár safnað heimildum um veru franskra fiskimanna hér við land á skútuöldinni.
Vorið 2012 gaf hún út bók á frönsku, með samskiptasögum Íslendinga og Fransmanna. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og verið með sýningar tengdar þessu viðfangsefni hér á Íslandi, úti á Bretagne skaga og í Normandí.
Um nokkurra ára skeið hefur hún einnig verið með sýningu á heimili þeirra hjóna á Patreksfirði, þar sem bæði eru munir og myndir, íslenskir og franskir, ásamt fjölda bóka um þetta tímabil.
Hún ætlar að heimsækja okkur í Konnakot og vera með myndasýningu í næstu viku.

  • Fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl. 20
  • Aðgangseyrir er 500 kr

Aðgangseyririnn mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði.
Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Maria

Posted in Forsíða, Fréttir