Fimmtudagskvöldið 19. nóvember munu Breiðfirðingafélagið og Barðstrendingafélagið halda sameiginlegt hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 klukkan 20:00
Aðgangseyrir er 1000 kr og innifalið er kaffi og meðlæti.
Við verðum með sjö flotta og skemmtilega hagyrðinga sem eru að semja um ýmis efni þessa dagana og munu leyfa okkur að heyra afraksturinn þetta kvöld.
Þeir eru:
- Einar Óskarsson
- Hjörtur Þórarinsson
- Hlíf Kristjánsdóttir
- Jóhannes Gíslason
- Kristján Jóhann Jónsson
- Ólína Gunnlaugsdóttir
- Ólína Kristín Jónsdóttir
Að auki munu Guðmundur Arnfinnsson og Guðjón D. Gunnarsson senda vísur en þeir eiga ekki heimangengt.
Stjórnandi verður Jóhanna Fríða Dalkvist.
Fólk í sal fær tækifæri til að botna nokkra fyrriparta og verða verðlaun veitt fyrir besta botninn.
Fyrripartarnir eru birtir hér fyrir neðan.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Á böllunum var feikna fjör
í fögrum Bjarkarlundi.
Bolaspað og brennivín
bændur kunna að meta.
Bráðum kemur betri tíð
með blóm í laut og runni.
Mönnum er í geði glatt
á góðra vina fundi.
Hagyrðinga hérna sé,
að heyra býsna góðir/fljótir (hér má hver og einn velja sér endingu í annarri línu)
Nú er vetur, nálgast jól,
nóttin lengist óðum.
Ýmsum finnst það stórfelld stund
að stara á norðurljósin.
Bók að lesa ljúf er iðja
á löngu kvöldi.
Leave a Reply