Farin verður vinnuferð í reit félagsins, Barðalund, í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20:30.
Við hittumst og hjálpumst að við að snyrta aðeins til. Við berum á, grisjum og gróðursetjum undir leiðsögn Helgu og Hjörvars.
Þeir sem treysta sér ekki í það mega gjarnan koma og vera skemmtilegir Tilvalið að leyfa börnunum að koma með.
Hvetjum alla til að koma með nesti sem við leggjum á hlaðborð og gæðum okkur á í lokin og eigum skemmtilega stund!
Nú eru komin tvö falleg skilti við lundinn okkar og því ættu allir að geta fundið hann, þar er líka hið ágætasta bílaplan. (hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri).
Það er hægt að keyra í gegnum Heiðmörk, hvort heldur sem er frá Hafnarfirði/Garðabæ eða af Suðurlandsvegi. Af aðalveginum er styttra að fara frá Suðurlandsvegi, það eru um 4,5 km (bláa leiðin á mynd), en það er alltaf fallegt að keyra gegnum Heiðmörk, svo leiðin frá Hafnarfirði er alls ekki síðri, en hún er um 9,5 km (rauða leiðin á mynd). Hér fyrir neðan sést blár hringur með hvítu tré og stendur Heiðmörk með bláum stöfum, þar er Barðalundur.
Þökk sé skiltunum þá sést Barðalundur með ágætum fyrirvara ef komið er frá Hafnarfirði.
Hann sést með styttri fyrirvara úr hinni áttinni, þ.e. þegar ekið er af Suðurlandsvegi…
…en fyrir þau sem koma þaðan er lykilatriði að taka beygju til hægri þegar komið er að þessum stað hér fyrir neðan, þ.e. þið farið ekki upp þessa brekku, heldur beygið og keyrið ca 1 kílómeter.
Í Barðalundi er þetta fína borð með bekkjum þar sem hægt er að hvíla lúin bein, borða nestið og spjalla við skemmtilegt fólk
Sjáumst í Barðalundi!
Takk fyrir góða leiðarlýsingu