Jólafrí

Jólavakan heppnaðist einstaklega vel og var góður lokapunktur fyrir jólafrí. Við vorum heppin með veður eins og formaðurinn nefndi þar, en við vorum á milli storma þennan góða sunnudag.

Næsti viðburður hjá okkur er 18. janúar, en þá verður opið hús með þorraþema. Þið getið svo séð komandi viðburði undir flipanum “Viðburðadagatal” hér fyrir ofan.

Við minnum á að við erum með jólatilboð á leigu á salnum okkar fram til 6. janúar, en fram að því er leigan aðeins 15.000 kr. fyrir veislu, svo það er um að gera að nýta sér það fyrir jólaboð.

Upplýsingar um salinn finnið þið í flipa hér fyrir ofan sem heitir “Konnakot”, bein slóð er http://bardstrendingar.is/konnakot/

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og munið að njóta sem allra best!

jola

Posted in Forsíða, Fréttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>