Okkar árlega jólavaka verður haldin í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, 2. hæð (bjalla #204)
sunnudaginn 6. desember kl. 16
Margt verður til gamans gert til að vekja jólastemmninguna. Setið verður við kertaljós, hlýtt á lestur úr jólabókum, sungin jólalög um leið og við gæðum okkur á heitu súkkulaði og smákökum.
Sérstakur heiðursgestur verður frú Vigdís Finnbogadóttir.
Fjölmennum og njótum samverunnar á aðventunni.
Verið velkomin!
Leave a Reply