Konnakot

Konnakot er lítill notalegur salur sem hentar vel fyrir samkomur af ýmsum toga, s.s. fundahöld, ýmis konar hópastarfsemi, kynningar, veislur o.fl. Gæta þarf þó að ekki skapist hávaði eftir miðnætti, þar sem íbúðir eru einnig í húsinu.

Við erum miðsvæðis í Reykjavík, að Hverfisgötu 105. Þaðan er stutt að rölta t.d. niður í bæ, en samt nógu út úr til að vera laus við skarkala miðbæjarins, svo salurinn ætti að henta fjölbreyttum hóp.

Í salnum er góð eldunaraðstaða, uppþvottavél og önnur helstu eldhústæki.

Salurinn rúmar í sæti allt að 72 manns. Skjávarpi og sýningartjald er á staðnum.

Leiguverð: Fundir: 10.000 kr. – Veislur: 35.000 kr.
Félagsmenn í Barðstrendingafélaginu greiða 25.000 kr. fyrir veislur.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar:
Guðrún Hafliðadóttir s. 555 1721