Myndasýning Maríu Óskarsdóttur í Konnakoti

María Óskarsdóttir á Patreksfirði hefur undanfarin 16 ár safnað heimildum um veru franskra fiskimanna hér við land á skútuöldinni.
Vorið 2012 gaf hún út bók á frönsku, með samskiptasögum Íslendinga og Fransmanna. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og verið með sýningar tengdar þessu viðfangsefni hér á Íslandi, úti á Bretagne skaga og í Normandí.
Um nokkurra ára skeið hefur hún einnig verið með sýningu á heimili þeirra hjóna á Patreksfirði, þar sem bæði eru munir og myndir, íslenskir og franskir, ásamt fjölda bóka um þetta tímabil.
Hún ætlar að heimsækja okkur í Konnakot og vera með myndasýningu í næstu viku.

  • Fimmtudagskvöldið 26. nóvember kl. 20
  • Aðgangseyrir er 500 kr

Aðgangseyririnn mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði.
Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Maria

Posted in Forsíða, Fréttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>