Nýtt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði?

Það er okkur ljúft og skylt að láta vita af einu og öðru sem tengist okkar heimahögum og þykir okkur vænt um að fá að vita af hlutum sem eiga hugsanlega heima hér á síðunni okkar.

Við fengum bréf í vikunni sem okkur langar að koma á framfæri, en það er svohljóðandi:

“Elskulegu Barðstrendingar nær og fjær. 

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir nýju sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó, nú er svo komið að allar nýjar kvikmyndir sem berast til landsins eru á stafrænu formi en í Skjaldborg er bara gömul filmuvél og því ekki hægt að sýna nýjar kvikmyndir.

Heildarkostnaður verkefnisins er u.þ.b. tíu milljónir og þegar hafa safnast átta milljónir. Til að ná síðustu tveimur milljónum sem vantar upp á hefur verið blásið til söfnunar á www.karolinafund.com og þar er hægt að styrkja verkefnið um allt frá 2.860 krónum.

Til að minna á söfnunina verða ýmsir viðburðir í boði á söfnunartímanum, sem stendur yfir til 5. desember, og við viljum sjá sem flesta í Skjaldborg og í Bíó Paradís.
Fylgist með á facebook síðunni okkar: Nýtt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó, lækið, deilið og síðast en ekki síst…..styrkið. Það munar um allt.”

Posted in Forsíða, Fréttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>