Opið hús síðasta sumardag – föstudaginn 23. okt

Það verður opið hús í Konnakoti síðasta dag sumars, föstudaginn 23. október.

Við erum að Hverfisgötu 105, 2. hæð, lyfta á staðnum. Bílastæði fyrir neðan hús og hægt að ganga þar inn líka.

Húsið opnar klukkan 19:30
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Frá klukkan 20 til 22 mun starfsfólk Spilavina vera á staðnum og kynna og leyfa okkur að prófa ýmis borðspil.

Það er engin skylda að spila, það má líka mæta, fylgjast með og spjalla. Við getum setið áfram þó að Spilavinir fari. Þau leysa fólk út með afsláttarmiðum en það getur komið sér vel fyrir jólin!

Velkomið að mæta með öl eða aðra drykki með sér en það verður eins og alltaf heitt á könnunni.

Það mega allir áhugasamir mæta, það er ekki skylda að vera félagsmaður.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Konnakot

Posted in Fréttir, Uncategorized

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>