Heimasíðan í vinnslu

Þar sem heimasíðan okkar er glóðvolg úr ofninum ennþá, þá á hún eftir að taka nokkrum breytingum á næstunni, eigum eftir að setja krem og skreyta… þið skiljið, allt í vinnslu :)

kveðja,
Hanna vefstýra.

Posted in Fréttir

Af aðalfundi

Á aðalfundi félagsins 13. apríl gerðist það í fyrsta skipti í langan tíma að kjósa þurfti í varastjórn. Það er mjög ánægjulegt að það séu fleiri en komast að, sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið. Ég þakka ykkur öllum og þó að ekki hafi komist allir að núna, þá mun ábyggilega vera þörf fyrir krafta ykkar síðar.

Á stjórnarfundi 4. maí skipti stjórnin svo með sér verkum og nú þannig skipuð:

Formaður: Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II
Varaformaður: Helgi Sæmundsson frá Patreksfirði
Gjaldkeri: Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu I
Ritari: Hugrún Einarsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku
Meðstjórnandi: Aðalheiður Hallgrímsdóttir frá Mýrartungu II
Meðstjórnandi: Aldís Jónsdóttir frá Patreksfirði
Meðstjórnandi: Jóhann Magnús Hafliðason frá Hafrafelli
Varamaður: Gauti Eiríksson frá Stað á Reykjanesi
Varamaður: Guðmundur Sæmundsson frá Eyri í Kollafirði
Varamaður: Sigríður Pálsdóttir frá Patreksfirði
Varamaður: Sigurmundur Haraldsson frá Fossá á Barðaströnd

Bestu kveðjur,
Ólína Kristín Jónsdóttir
Formaður

Posted in Fréttir

Ný heimasíða Barðstrendingafélagsins

Velkomin á nýju heimasíðu félagsins!!! Loksins létum við verða af því að fá okkur lénið bardstrendingar.is, sem allir ættu að geta munað.

Gleðilegt sumar!!!

Posted in Fréttir