Eins og vonandi flestir vita verður sumarferð Barðstrendingafélagsins farin næstkomandi laugardag 27. ágúst.
Að þessu sinni liggur leiðin um Dalina fyrir Strandir með viðkomu í Króksfjarðarnesi.
Eins og hefð er fyrir er reiknað með að fólk hafi með sér nesti. Væntanleg nestisstopp verða á Eiríksstöðum í Haukadal og við Klofning, eða eftir hentugleikum.
Lagt verður af stað frá BSÍ stundvíslega kl 8 og er áætluð heimkoma á milli kl 19 og 20
Verð 5.500 kr.
Vinsamlegast skráið ykkur í dag hjá Ólínu s. 6911912 eða Jóhanni s. 8973346, því ferðin fellur niður ef ekki næst næg þátttaka.
Leave a Reply