Kæru félagar,
- Nú eru gíróseðlarnir fyrir félagsgjöldin 2016 komnir í heimabanka.
Á síðasta aðalfundi, þann 11. apríl, var samþykkt hækkun fyrir einstakling úr 2000 kr. í 2500 kr og fyrir hjón úr 3000 kr. í 4000 kr., ofan á þetta bætist þjónustugjald (seðilgjald), til banka, upp á 250 kr.Sem fyrr er það valkvætt fyrir 70 ára og eldri hvort seðillinn er greiddur eður ei.
- Vegna mikils kostnaðar við að senda út Sumarliða póst hvetjum við sem flesta til að velja að fá hann á rafrænu formi frekar en með landpóstinum.
Þeir sem vilja skipta um sendingarmáta þurfa aðeins að senda tölvupóst þess efnis á netfangið sumarlidipostur@gmail.com
Leave a Reply